Tvær milljónir í óþekkt áhugamannafélag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur útdeilt styrkjum í nafni menningarminja fyrir 205 milljónir króna frá því hann tók við í ráðuneytinu sl. sumar. Akv.is benti á að 97 milljónir af þessu fé eða rétt tæpur helmingur, hefur farið í NA-kjördæmi. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar.

Í svari forsætisráðherra kemur fram að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað, Sex milljónum er varið til stríðsárasafnsins á Reyðarfirði og  tveimur milljónum króna hafi verið ráðstafað til að endurbyggja steinsteypta fjárrétt í Norðfirði.

Í svari ráðherra kemur fram að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og sé enn í notknun sem eykur gildi hennar. Viðgerð hafi staðið yfir á réttinni síðustu þrjú árin og búið væri að lagfæra hluti hennar. Þar sem þetta sé ein fárra steinsteyptra rétta á landinu telst þetta mikilvægt verkefni út frá menningarlegum sjónarmiðum.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir alla jafna ekki sótt um þessa styrki og er þeim dreift í atvinnuskapandi verkefni. Forsætisráðherra undirritaði bréf til forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, framsóknarmannsins Jóns Björns Hákonarsonar, á þorláksmessu um styrkveitinguna. Þar segir:

„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit“

Ekki kemur fram hvert áhugamannafélagið er og ekkert finnst um það á heimasíðu Fjarðabyggðar. Áhugamannafélagið um Norðfjarðarrétt er hvergi að finna í gögnum bæjarfélagsins.

Finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar einnig. Þegar leitað er að norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar.

Ekki náðist í Jón Björn Hákonarson við vinnslu fréttarinnar.

styrkur

ByggÝasafniÝ ‡ SnartarstšÝum.

Söfn í þágu sjálfbærni

Núna á sunnudag er íslenski safnadagurinn, hann hefur fram til þessa verið haldinn í júlí en hefur nú verið færður nær alþjóðlega safnadeginum. Á ... Lesa »

Hildur Eir skrifar um mannanafnanefnd

Satt best að segja þá hef ég alveg gríðarlega trú á mannkyninu. Ég sinni þannig starfi að ég fæ aftur og aftur að reyna og sjá hvað fólk getur verið ... Lesa »

grænihvanndals

Hvanndalsbræður klappa ketti (viðtalið sem tók sig sjálft)

Hljómsveitin Hvanndalsbræður gaf út á dögunum sína 7. hljómplötu sem ber nafnið Hvanndalsbræður-Klappa ketti. Þarna eru þeir upprunalegu Rögnvaldur ... Lesa »

Henry Steinn

Hinsegin fræðsla á Norðurlandi (aðsend grein)

Henry Steinn skrifar. Á dögunum samþykkti bæjarstjóri Hafnarfjarðar að bjóða skyldi grunnskólanemendum upp á hinsegin fræðslu, allt frá 6 ára upp í ... Lesa »

l_11000340_368712376664504_6621432442048490290_n

Rauða Myllan – leiklistargagnrýni

Þó undirrituð hafi bæði starfað sem barþjónn í Sjallanum og stigið þar villtan en alls ekki hylltan dans, við undirleik helstu ballhljómsveita ... Lesa »

björn bragi

Mið Ísland á leið norður

 Uppsistandshópurinn Mið Ísland hyggst skemmta í Hofi í byrjun maí og er mikil tilhlökkun hjá hópnum öllum að koma norður. Björn Bragi, einn af ... Lesa »

11150209_890835274316711_6306190087748064080_n (1)

Ný vatnssprunga í Vaðlaheiðargöngum, nú austan megin

    Við gerð Vaðlaheiðarganga  opnaðist ný vatnssprunga, austanmegin í gær, sem dældi um 100 lítrum af vatni á sekúndu í göngin, ... Lesa »

Andrés önd

Andrésar andarleikarnir 40 ára

  Andrésar Andarleikarnir 2015 Andrésar andar leikarnir verða haldnir í Hlíðarfjalli 22. - 25. apríl 2015. Í ár eiga leikarnir 40 ára ... Lesa »

Að fara til kvensjúkdómalæknis

    Ég var 17 ára gömul þegar ég fór fyrst til kvensjúkdómalæknis, sú ferð var ekki blandin sömu spennu og þegar ég fór  t.d. á fyrsta ... Lesa »

Vikulöng matarmenningarhátíð í undirbúningi

MATUR-INN 2015 og Local Food Festival  Undirbúningshópur vinnur nú að stækkun á  matarsýningunni MATUR-INN.  þannig að ekki er aðeins um sýningu að ... Lesa »

11149389_1079569708724507_5304281392410364773_n

Yfir 5000 manns mættu í gilið

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin akx sem haldin var á Akureyri um síðustu helgi þykir hafa tekist mjög vel samkvæmt aðstandendum hátíðarinnar. Mikill ... Lesa »

Documents-645x250

Konur skömmuðust sín fyrir að skrifa

Bréf frá konum enduðu mjög gjarnan á fyrirmælum um að viðtakandi ætti að brenna það að lestri loknum. Ástæðan er talin vera vegna þess að konur sem ... Lesa »

TQ-004450_g

Brunað með Burn í glasi á Ak Extreme

Jaðarsports hátíðin AKExtreme verður haldin núna um helgina á Akureyri og hefst hasarinn í Hlíðarfjalli í kvöld en þar verður haldin ... Lesa »

de247613a3282f3274dceb8633775163

Trúboðar undir áhrifum síðpönks gefa út plötu

  Eins og fram kom á Akv.is um daginn þá hefur verið blásið líf í akureyrsku hljómsveitina Toymachine og verður þeirri endurvakningu fagnað ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!