Tvær milljónir í óþekkt áhugamannafélag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur útdeilt styrkjum í nafni menningarminja fyrir 205 milljónir króna frá því hann tók við í ráðuneytinu sl. sumar. Akv.is benti á að 97 milljónir af þessu fé eða rétt tæpur helmingur, hefur farið í NA-kjördæmi. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar.

Í svari forsætisráðherra kemur fram að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað, Sex milljónum er varið til stríðsárasafnsins á Reyðarfirði og  tveimur milljónum króna hafi verið ráðstafað til að endurbyggja steinsteypta fjárrétt í Norðfirði.

Í svari ráðherra kemur fram að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og sé enn í notknun sem eykur gildi hennar. Viðgerð hafi staðið yfir á réttinni síðustu þrjú árin og búið væri að lagfæra hluti hennar. Þar sem þetta sé ein fárra steinsteyptra rétta á landinu telst þetta mikilvægt verkefni út frá menningarlegum sjónarmiðum.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir alla jafna ekki sótt um þessa styrki og er þeim dreift í atvinnuskapandi verkefni. Forsætisráðherra undirritaði bréf til forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, framsóknarmannsins Jóns Björns Hákonarsonar, á þorláksmessu um styrkveitinguna. Þar segir:

„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit“

Ekki kemur fram hvert áhugamannafélagið er og ekkert finnst um það á heimasíðu Fjarðabyggðar. Áhugamannafélagið um Norðfjarðarrétt er hvergi að finna í gögnum bæjarfélagsins.

Finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar einnig. Þegar leitað er að norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar.

Ekki náðist í Jón Björn Hákonarson við vinnslu fréttarinnar.

styrkur

IMG_7889

Stjórnsýsla á að vera opin og gagnsæ

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í gærmorgun lagði bæjarlögmaður fram yfirlit um kæru– og úrskurðarmál á hendur bænum á árunum 2000–2014. Þar kemur fram að ... Lesa »

Mynd: fjallabyggd.is

Fríða er bæjarlistamaður Fjallabyggðar

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 20. janúar að útnefna Fríðu Björk Gylfadóttur bæjarlistamann ... Lesa »

1280px-Akureyri

Fermetrinn dýrari á Akureyri en í Hafnarfirði

Á vefnum infogr.am má finna samantekt sem Salvar Sigurðarson gerði á fasteignasíðu Vísis. Þar tók hann saman verð á öllum fasteignum sem eru: - Á ... Lesa »

stulli

Stuttmyndahátíðin Stulli

Stuttmyndahátíðin Stulli 2015 fer fram 31. janúar í viðburðasal Rósenborgar á 4. hæð. Keppt verður í aldursflokkunum 12-18 ára og 18-25 ára. Einnig ... Lesa »

1920264_637918963001903_2218293358245846504_n

Lífið, alheimurinn og allt hitt

Ævar vísindamaður heimsækir Hof sunnudaginn 25. janúar klukkan 14. Í þessari mögnuðu kennslustund ætlar hann að spjalla um lífið, alheiminn og ... Lesa »

skidi

Fjallaskíðamennska í Ólafsfirði

,,Menntaskólinn á Tröllaskaga býður upp á útivistaráfanga mig langaði að þróa þetta aðeins lengra," segir íþróttakennarinn Lísbet Hauksdóttir. Skólinn ... Lesa »

image

Hafrakökur með eplamauki

Fljótlegar og frekar hollar smákökur. Hollustunni má auðvitað breyta með því að nota dökkt súkkulaði eða hnetur í stað butterscotch bita - allt eftir ... Lesa »

HIldur

Trúþrýstingsmælirinn

Hildur Eir Bolladóttir skrifar: Mér finnst alltaf svolítið erfitt að svara spurningunni „ertu mjög trúuð?“ Þetta er eiginlega svona klemmuspurning, ... Lesa »

download

Bóndadagurinn

Bóndadagurinn er á morgun og sennilega hlakka margir karlmenn til dagsins. Þeir eiga líklega margir von á góðum mat eða glaðningum á þessum degi, sem ... Lesa »

Aðalstræti 17, framhlið. Myndin er tekin til suðurs.

Hús vikunnar: Aðalstræti 17

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar:  Ég held mig við Innbæinn í umfjöllun minni og að þessu sinni er það reisulegt 115 ára timburhús við Aðalstræti ... Lesa »

99000

Opið hús hjá Leikfélagi Dalvíkur

Laugardaginn 24. janúar verður opið hús í Ungó, húsi Leikfélags Dalvíkur. Húsið opnar kl. 14 og þar verður vöfflukaffi og hægt verður að hlusta á ... Lesa »

m_thtr03441

Hafdís er íþróttamaður Akureyarr 2014

Frjálsíþróttakonan Hafdís Sigurðardóttir úr UFA er íþróttamaður Akureyrar árið 2014. Viktor Samúelsson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar varð annar og ... Lesa »

10403013_407034916132207_4764348091774553518_n

,,Svolítið eins og rússíbani“

Leikhópurinn Næsta leikrit er skipaður 12 krökkum í 7.-10. bekk. Þau kynntust flest í Leiklistarskóla LA og flest þeirra tóku þátt í sýningunni Sértu ... Lesa »

eli

Skrifar, þýðir og gefur út bækur

,,Íslendingar líta ekki við rafbókum en úti er þetta orðið mjög stórt. Þetta er framtíðin, enda ódýr og þægileg leið", segir rithöfundurinn Elí ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!