Tvær milljónir í óþekkt áhugamannafélag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur útdeilt styrkjum í nafni menningarminja fyrir 205 milljónir króna frá því hann tók við í ráðuneytinu sl. sumar. Akv.is benti á að 97 milljónir af þessu fé eða rétt tæpur helmingur, hefur farið í NA-kjördæmi. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar.

Í svari forsætisráðherra kemur fram að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað, Sex milljónum er varið til stríðsárasafnsins á Reyðarfirði og  tveimur milljónum króna hafi verið ráðstafað til að endurbyggja steinsteypta fjárrétt í Norðfirði.

Í svari ráðherra kemur fram að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og sé enn í notknun sem eykur gildi hennar. Viðgerð hafi staðið yfir á réttinni síðustu þrjú árin og búið væri að lagfæra hluti hennar. Þar sem þetta sé ein fárra steinsteyptra rétta á landinu telst þetta mikilvægt verkefni út frá menningarlegum sjónarmiðum.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir alla jafna ekki sótt um þessa styrki og er þeim dreift í atvinnuskapandi verkefni. Forsætisráðherra undirritaði bréf til forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, framsóknarmannsins Jóns Björns Hákonarsonar, á þorláksmessu um styrkveitinguna. Þar segir:

„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit“

Ekki kemur fram hvert áhugamannafélagið er og ekkert finnst um það á heimasíðu Fjarðabyggðar. Áhugamannafélagið um Norðfjarðarrétt er hvergi að finna í gögnum bæjarfélagsins.

Finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar einnig. Þegar leitað er að norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar.

Ekki náðist í Jón Björn Hákonarson við vinnslu fréttarinnar.

styrkur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Um 200 manns mótmæltu á Akureyri

Um 130 manns safnaðist saman í miðbæ Akureyrar um fimm leytið í dag til að mótmæla árásum Ísraelsmanna á Gaza, Sóley Björk Stefánsdóttir og Jónborg ... Lesa »

Hjálmar

Bíðum við, ráðherra!

Bíðum við, svaraðu nú heilbrigðisráðherra! Til stendur að sameina heilbrigðisstofnanir innan hvers heilbrigðisumdæmis í landinu næstkomandi ... Lesa »

Akureyringarnir Frikki og Ingi Þór eru 2 meðlima Mosi Musik

Norðlenskir tónlistarmenn áberandi á Einni með öllu

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefst í Skátagilinu á Akureyri annaðkvöld kl. 20. 30. Mikið af listamönnum koma fram um helgina og þá sérstaklega ... Lesa »

Hrönn, fyrir og eftir

Ég hef trú á sjálfri mér núna

„Ég var búin að reyna sjálf að grennast í mörg ár og var alveg komin með nóg.“ Segir Hrönn Harðardóttir  aðspurð um hvers vegna hún ákvað að taka þátt ... Lesa »

Bogfimi

Meistaratitill í bogfimi norður

Íslandsmót í bogfimi fór fram um síðustu helgi. Mótið var í fyrsta sinn haldið í Leirdalnum í Grafarholti og var skipt í þrjá bogaflokka; trissuboga, ... Lesa »

Sigurður Hansen við grjótherinn við Kakalaskála

Sögustund í Kakalaskála

Sögustund tileinkuð Sturlu Þórðarsyni sagnaritara verður í Kakalaskála við Kringlumýri í Skagafirði á morgun, þriðjudaginn 29. júlí kl 20. Einar ... Lesa »

Eitt verkanna sem verður til sýnis

Ekkert er óbreytt

Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar í Sal Myndlistafélagsins á Akureyri á morgun, laugardaginn 26.júlí, kl. 15. Að sýningunni standa Hekla Björt ... Lesa »

Druslugangan Akureyri 2013. Mynd: Björn Jónsson

Drusluganga á Akureyri

Laugardaginn 26. júlí kl. 14 verður Drusluganga gengin á Akureyri. Þetta er fjórða árið sem Druslugöngur fara fram víða um heim og hafa Akureyringar ... Lesa »

ein med ollu mynd

Ein með öllu: 18 gráður, sól og logn – eða ég verð brjálaður!

„Ein með öllu er fyrst og fremst bæjarhátíð fjölskyldunnar þar sem vel er tekið á móti gestum“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson talsmaður hátíðarinnar. ... Lesa »

10513520_10152401274621676_253241086971898474_n

Útlendingar missa andlitið af hrifningu

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að framboð tónlistarviðburða á Akureyri er frábært og að öðrum ólöstuðum er Græni hatturinn sá staður sem ... Lesa »

IMG_7175

Bæjarstjórinn tók áskorun prestsins

Líkt og flestir vita fór svo að Þjóðverjar tryggðu sér á dögunum heimsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sigri á Argentínumönnum. Fjölmargir ... Lesa »

N35

Vona að Þórhallur og Hólmar þrauki fram yfir versló

„Við ákváðum að fara að halda Dynheimaböll upphaflega vegna þess að það vantaði einfaldlega böll fyrir þessa aldurshópa. Það vantaði líka nostalgíuna ... Lesa »

Kistan

Furðusögur að norðan

Elí Freysson hefur skrifað sögur síðan árið 2004. Hann er nú búinn með fimmtu bókina sína og er að klára þá sjöttu þessa dagana, en það verður ... Lesa »

Sunna hlakkar til að takast á við nýja starfið

Nýr djákni í Glerárkirkju

„Akureyri er bær sem er að vaxa og dafna og þar er alltaf meira og meira spennandi að gerast. Ég er með ýmislegt í pokahorninu og hlakka til að taka ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!