Tvær milljónir í óþekkt áhugamannafélag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur útdeilt styrkjum í nafni menningarminja fyrir 205 milljónir króna frá því hann tók við í ráðuneytinu sl. sumar. Akv.is benti á að 97 milljónir af þessu fé eða rétt tæpur helmingur, hefur farið í NA-kjördæmi. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar.

Í svari forsætisráðherra kemur fram að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað, Sex milljónum er varið til stríðsárasafnsins á Reyðarfirði og  tveimur milljónum króna hafi verið ráðstafað til að endurbyggja steinsteypta fjárrétt í Norðfirði.

Í svari ráðherra kemur fram að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og sé enn í notknun sem eykur gildi hennar. Viðgerð hafi staðið yfir á réttinni síðustu þrjú árin og búið væri að lagfæra hluti hennar. Þar sem þetta sé ein fárra steinsteyptra rétta á landinu telst þetta mikilvægt verkefni út frá menningarlegum sjónarmiðum.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir alla jafna ekki sótt um þessa styrki og er þeim dreift í atvinnuskapandi verkefni. Forsætisráðherra undirritaði bréf til forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, framsóknarmannsins Jóns Björns Hákonarsonar, á þorláksmessu um styrkveitinguna. Þar segir:

„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit“

Ekki kemur fram hvert áhugamannafélagið er og ekkert finnst um það á heimasíðu Fjarðabyggðar. Áhugamannafélagið um Norðfjarðarrétt er hvergi að finna í gögnum bæjarfélagsins.

Finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar einnig. Þegar leitað er að norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar.

Ekki náðist í Jón Björn Hákonarson við vinnslu fréttarinnar.

styrkur

Kistan

Furðusögur að norðan

Elí Freysson hefur skrifað sögur síðan árið 2004. Hann er nú búinn með fimmtu bókina sína og er að klára þá sjöttu þessa dagana, en það verður ... Lesa »

Sunna hlakkar til að takast á við nýja starfið

Nýr djákni í Glerárkirkju

„Akureyri er bær sem er að vaxa og dafna og þar er alltaf meira og meira spennandi að gerast. Ég er með ýmislegt í pokahorninu og hlakka til að taka ... Lesa »

Fjölmargir fylgdust með þegar þátttakendur brunuðu niður tröppurnar

Úrslit hjólreiðahelgarinnar

Um síðastliðna helgi voru haldin þrjú hjólamót á vegum Hjólreiðafélags Akureyrar. Í fyrsta lagi var hjólað frá Siglufirði til Akureyrar, í öðru lagi ... Lesa »

Mynd af vef Eyjafjarðarsveitar

Nýr sveitarstjóri

Á fundi sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar 21. júlí var samþykkt að ráða Karl Frímannsson í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. ágúst n.k. ... Lesa »

Listir í háloftunum

Sirkus á Akureyri

Sirkus Íslands verður á Akureyri 23. júlí - 2. ágúst og býður upp á þrjár mismunandi sýningar; Heima er best er fjölskyldusýning, S.I.R.K.U.S. er ... Lesa »

Brúðarkjólaleiga

Brúðargarðshorn

„Það eru 10 ár síðan ég keypti Brúðarkjólaleigu Akureyrar, en ég er búin að vera með hana hér í Garðshorni síðastliðin 4 ár,“ segir Birna ... Lesa »

Kammer

Ókeypis kammerveisla í Hofi

Laugardaginn 26. júlí er von á virtum tónlistarmönnum í Hof sem sigla til Akureyrar með skemmtiferðaskipi á vegum ferðaskrifstofunnar Kikrer Holidays. ... Lesa »

Vinkonurnar Fanney og Gunna spila í takttegundum íslenska hestsins

Kvenfélagið Skjóna

Kvenfélagið Skjóna er skemmtiband sem spilar einkum tónlist tengda landsbyggðarlífi og hestamennsku í takttegundum íslenska hestsins og tekur gjarnan ... Lesa »

Gilið

Fundur um Listasumar

Þriðjudaginn 22. júlí kl. 12-13 verður haldinn opinn fundur á veitingastaðnum RUB23 í Listagilinu á Akureyri um endurreisn Listasumars. Á fundinum ... Lesa »

J2

Jarðarberjasæla

Þessi jarðaberjasæla er svona klassísk gamaldags jarðarberjaterta sem ég fann í gömlu uppskriftarbókinni hennar mömmu. Það sem ég elska gömlu ... Lesa »

göng

Af öryggismálum í Vaðlaheiði

Þann 14. júlí síðastliðinn varð vinnuslys í Vaðlaheiðargöngum Eyjafjarðarmegin. Hinn slasaði var samdægurs útskrifaður af Sjúkrahúsi Akureyrar eftir ... Lesa »

Frá fjörunni innan Hauganess

Mengun vegna aurskriðu

Í byrjun vikunnar barst íbúum á Árskógssandi og Hauganesi tilkynning þess efnis að þeim væri ráðlagt að sjóða allt neysluvatn vegna mengunar í ... Lesa »

Eining iðja

Nýttu kosningaréttinn!

Þann 1. júlí síðastliðinn undirritaði Starfsgreinasamband Íslands samning við Samband Íslenskra Sveitarfélaga, m.a. fyrir hönd stéttarfélagsins ... Lesa »

félag

Menningarfélag Akureyrar lítur dagsins ljós

Í lok júní var greint frá því að félagar Leikfélags Akureyrar hefðu samþykkt að framselja réttindi sín, skyldur og fjármagn til nýrrar ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!