Tvær milljónir í óþekkt áhugamannafélag

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur útdeilt styrkjum í nafni menningarminja fyrir 205 milljónir króna frá því hann tók við í ráðuneytinu sl. sumar. Akv.is benti á að 97 milljónir af þessu fé eða rétt tæpur helmingur, hefur farið í NA-kjördæmi. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi spurði forsætisráðherra um styrkveitingar.

Í svari forsætisráðherra kemur fram að þrjú verkefni í Fjarðabyggð fá styrk. 10 milljónum króna er úthlutað til endurbyggingar ytra byrðis Lúðvíkshúss í Neskaupstað, Sex milljónum er varið til stríðsárasafnsins á Reyðarfirði og  tveimur milljónum króna hafi verið ráðstafað til að endurbyggja steinsteypta fjárrétt í Norðfirði.

Í svari ráðherra kemur fram að Norðfjarðarrétt hafi minjagildi fyrir landbúnaðarsögu héraðsins og sé enn í notknun sem eykur gildi hennar. Viðgerð hafi staðið yfir á réttinni síðustu þrjú árin og búið væri að lagfæra hluti hennar. Þar sem þetta sé ein fárra steinsteyptra rétta á landinu telst þetta mikilvægt verkefni út frá menningarlegum sjónarmiðum.

Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir alla jafna ekki sótt um þessa styrki og er þeim dreift í atvinnuskapandi verkefni. Forsætisráðherra undirritaði bréf til forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, framsóknarmannsins Jóns Björns Hákonarsonar, á þorláksmessu um styrkveitinguna. Þar segir:

„Hér með tilkynnist að ákveðið hefur verið að veita áhugamannafélagi í yðar umsjón tveggja milljóna kr. styrk til endurbyggingar steinsteyptrar fjárréttar í Norðfjarðarsveit“

Ekki kemur fram hvert áhugamannafélagið er og ekkert finnst um það á heimasíðu Fjarðabyggðar. Áhugamannafélagið um Norðfjarðarrétt er hvergi að finna í gögnum bæjarfélagsins.

Finnast afar takmarkaðar upplýsingar um Norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar einnig. Þegar leitað er að norðfjarðarrétt á heimasíðu Fjarðabyggðar kemur í ljós að um hana hefur verið rætt fjórum sinnum í fundargerðum á árunum 2011 og 2012. Á árinu 2012 var þremur milljónum varið til uppbyggingar réttarinnar.

Ekki náðist í Jón Björn Hákonarson við vinnslu fréttarinnar.

styrkur

bragi

Lifandi vinnustofa fyrir ungt fólk

Listasalurinn Bragi er nýr vettvangur fyrir unga listamenn á Akureyri og var opnaður í Rósenborg í lok síðasta árs. „Okkur langaði að fá meira ... Lesa »

bbfundur

,,Við þurfum að kalla eftir rödd ungs fólks“

Í gær var haldinn sameiginlegur fundur bæjarstjórnar Akureyrar og borgarstjórnar Reykjavíkur í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áttu sér stað ... Lesa »

KatrÃ-nerna

Áður fyrr seinna meir

Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 mun myndlistarkonan Katrín Erna Gunnarsdóttir halda fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni ... Lesa »

hint akureyri

Kynning á háskólanámi í tölvuleikjahönnun og margmiðlun

Dagana 9. - 13. mars munu fulltrúar frá HiNT háskólanum í Noregi vera á ferð og flugi um Ísland að kynna háskólanám í tölvuleikjahönnun og margmiðlun. ... Lesa »

Mynd af Facebook síðu Flugfélags Íslands.

Innanlandsflug liggur niðri

Innanlandsflug hefur legið niðri í morgun en næstu upplýsingar eru væntanlegar kl. 10:00. Mjög hvasst er á Suðvesturlandi. Ferðir Strætó á ... Lesa »

kaninuræktun

Kanínuræktun á Syðri-Kárastöðum

Í gömlum fjárhúsum á bænum Syðri-Kárastöðum, rétt norðan við Hvammstanga, er verið að rækta kanínur til manneldis. Birgit Kositzke fékk þá hugmynd að ... Lesa »

zonta

Ofbeldi á heimilum – áhrif á börn

Sunnudaginn 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagur til að fagna, dagur til að ræða mikilvæg málefni og dagur til að berjast fyrir betri ... Lesa »

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Hús vikunnar: Oddeyrargata 6

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar:  Að þessu sinni er ég staddur neðarlega á neðri Brekku, rétt ofan við Miðbæ eða við Oddeyrargötu; “Odduna” eins ... Lesa »

large_eyrarros

Eyrarrósarlistinn 2015

Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar. Hún beinir sjónum að og hvetur til ... Lesa »

nordurl050315

Snjóþekja, hálka og flughálka

Vegfarendur hafa sennilega flestir tekið eftir mikilli hálku nú í morgunsárið. Vegna veðurs og færðar mun Strætó ekki keyra milli Akureyrar og ... Lesa »

Rassar Ã- sveit

Rassar í sveit

Á morgun, fimmtudaginn 5. mars kl. 16:00 opnar Jóhanna Bára Þórisdóttir sýninguna „Rassar í sveit“ í Bókasafni Háskólans á Akureyri. Jóhanna Bára ... Lesa »

11026526_10152810510193246_2142000182_n

Mæðgur mæðgin

Mæðgur mæðgin, einkasýning Eiríks Arnars Magnússonar, opnar í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 7.mars kl. 16. Mæðgur mæðgin, 3 ... Lesa »

HIldur

Placebo

Hildur Eir Bolladóttir skrifar:  Ég var að ræða það við góða samstarfskonu að mín helsta gæfa í lífinu væri þessi ódrepandi trúgirni og von sem ... Lesa »

pitenz

Kaktus opnar á laugardaginn

Kaktus opnar laugardaginn 7. mars og að því tilefni verður haldin listasýning í Listagilinu. Sýningin er opin kl. 15-17 og allir eru velkomnir. Síðar ... Lesa »

Close
Please support the site
Fylgstu með okkur á facebook líka!